Friday, January 31, 2003

Bloggfall dauðans

Núna er nákvæmlega vika frá því að ég bloggaði síðast, en bloggfallið er náttúrlega ekki mér að kenna heldur goðum, gyðjum og forynjum margs konar sem öll lögðust á eitt um að halda mér frá Alnetinu.

Annars er lítið af mér að frétta, ég er eilítið eldri og eilítið lífsreyndari. Búinn að horfa svolítið á Farscape þætti sem ég fékk lánaða hjá vinum mínum þeim Óla og Ottó, horfði á Catch Me If You Can (góð) og Star Trek Nemesis (endurgerð af Galaxy Quest), vann að ritgerðinni ógurlegu og skrifaði nýjan Deiglupistil. Hann er svar við bréfi sem Stefán Pálsson skrifaði vegna annars pistils sem ég skrifaði fyrir viku. Með nýja pistlinum er svo fylgisíða með heimildum og frekari upplýsingum.

Svo mælist ég til þess að áður en fólk hleypur næst til handa og fóta með fullyrðingum um "vitleysu og illkvitni", "dylgjur" eða "ómerkilega taktík" leggi það að minnsta kosti á sig að lesa textann, sem gagnrýna á, tvisvar sinnum yfir og hóa e.t.v. í foreldrana til að fá hjálp með löngu orðin.
----

Sá þetta hjá Eiríki félaga, hvet fólk til að skrifa undir.

"Dear Mr. Gore,

We, the undersigned, hold you in the highest regards for inventing the internet. However, there is one issue that has come to light that noone could have possibly forseen: NORWAY. Norway has no business on the internet. 98.3% of Norwegians with internet connections use their computers to join english-speaking chat rooms, only to babble incoherently and then flood before being forcefully removed. This issue must be resolved immediately.

Mr. Gore, O Great Creator of the Internet, please remove all major backbone routes to and from Norway. This is the only solution at this point. Thank you.

Sincerely, the undersigned."

Friday, January 24, 2003

Undirskriftasöfnun gegn stríði

Ég fékk ímeil frá félaga mínum í Belgíu (frekar ruglaður tappi, fertugur en djammar bara með krökkum á mínum aldri og á fyrrverandi eiginkonu sem er yngri en ég - frábær gaur samt) núna í dag. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að um var að ræða keðjubréf þar sem ég er kvaddur til að skrifa undir plagg þar sem hugsanlegu stríði gegn Írak er mótmælt. Í bréfinu er því haldið fram að Sameinuðu þjóðirnar standi fyrir undirskriftasöfnuninni, en það ætti hverjum hugsandi manni að vera ljóst að það er uppspuni frá rótum.

Það er álíka og ef Alþingi safnaði undirskriftum til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun. Sameinuðu þjóðirnar, líkt og Alþingi, eru vettvangur þar sem ákvarðanir eru teknar, en ekki aðili að ákvarðanatökunni.

Sjá tilkynningu upplýsingaþjónustu Sþ varðandi söfnunina.

Þá er það athyglisvert að enski textinn í ímeilnum er ekki í samræmi við þann franska eða þann spænska, en spænsku og frönsku útgáfurnar eru nánast eins. Franski og spænski textinn byrja báðir á því að Bandaríkin eru sögð við það að lýsa yfir stríði, en þessari fullyrðingu er sleppt í enska textanum. Í stað þess stendur "STAND FOR PEACE. War is NOT the Answer". Þá eru ensku lesendurnir varaðir við því að undirskrift þeirra muni e.t.v. ekki breyta miklu en þeir ættu samt sem áður að skrifa undir. Þessari viðvörun er sleppt í franska og spænska textanum.

Nú hef ég ekki hugmynd um hvað maður á að lesa í þennan mun (ef nokkuð er hægt að lesa í hann) en hann er alltént áhugaverður. Þá væri gaman að vita hverjir standi í rauninni fyrir undirskriftasöfnuninni og af hverju þeir geri það ekki í eigin nafni í stað þess að plata fólk til að skrifa undir.

Textinn í heild sinni:

STAND FOR PEACE. War is NOT the Answer. Today we are at a point of
imbalance in the world and are moving toward what may be the beginning of
a THIRD WORLD WAR. If you are against this possibility, the UN is gathering
signatures in an effort to avoid a tragic world event. Your signing up
may look a minor thing, but many names will help the UN to direct much
energy
in a more peaceful direction. PLEASE COPY (rather than forward) this
e-mail IN A NEW MESSAGE, sign at the end of the list, and send it to all
the
people whom you know. If you receive this list with more than 500 names
signed, please send a copy of the message to: unicwash@unicwash.org
Even if you decide not to sign, please consider forwarding the petition
on instead of eliminating it. Thank you.


----------------------------------------------------------------------
Les États-Unis sont sur le point de déclarer la guerre.
Aujourd'hui, nous nous trouvons dans une situation de déséquilibre
mondial, ce qui pourrait initier une TROISIÈME GUERRE MONDIALE. Si vous
êtes
contre, l'ONU est en train de compiler les signatures pour éviter ce
tragique
événement mondial.
S'IL VOUS PLAÎT FAITES UNE COPIE de ce message (plutôt que de le
transmettre) et placez-le DANS UN NOUVEAU MESSAGE, écrivez votre nom à la
fin de la liste et envoyez-la à toutes les personnes que vous connaissez.
Si vous recevez cette liste et qu'elle contient plus de 500 noms, s'il
vous plaît, envoyez une copie à cette adresse: unicwash@unicwash.org
De plus, si vous n'ajoutez pas votre nom à la liste, s'il vous plaît,
n'effacez pas la pétition. Faites-la suivre à quelqu'un d'autre. Merci.


-----------------------------------------------------------------------
Estados Unidos está a punto de declarar la guerra. Hoy nos encontramos en
un punto en desequilibrio mundial por lo que puede dar inicio a una
TERCERA GUERRA MUNDIAL. Si tu estas en contra, la ONU se encuentra
recopilando
firmas para evitar este trágico acontecimiento mundial. POR FAVOR COPIA
este e-mail en un mensaje nuevo, firma al final de la lista que veras a
continuación, y mándalo a todas las personas que conozcas. Si recibes
esta lista con + de 500 nombres en ella, por favor envía una copia del
mensaje
a: unicwash@unicwash.org
Incluso si decides no firmar, por favor se considerado y no elimines la
petición. SÓLO REENVÍALO PARA JUNTOS HACER ALGO. Gracias.
Hvað er að gerast í Venezuela?

Athyglisverð, en jafnframt vemmileg frétt frá Venezuela.

"Last week Soriano organized another soccer match. On Wednesday he visited the Universidad Central de Venezuela, the main university in the capital, to attend a meeting of the student government. Violent clashes erupted as members of the Circulos Bolivarianos, an armed militia sworn to protect the revolution, began throwing rocks and tear gas grenades at the students. The militia identified Soriano and captured him. They then tied his hands and feet, lifted him up, and paraded him through the street like a sacrificial lamb chanting "Judas! Judas!" The entire spectacle was recorded by a cameraman who works for the official government television entity. Soriano was beaten so severely that he was left at the hospital emergency room. At the hospital he was detained by the DISIP, Chavez's secret police, and taken to their headquarters for questioning.

During his interrogation, fingernails in his left hand were torn out. After being further tortured and injected with drugs, the secret police took him into the bowels of the building and placed him in a cell. His cellmate: Joao de Gouveia.

Gouveia has the keys to the cell and comes in and out of the secret police headquarters at will. His only restriction is that he must sleep in the precinct, lest Chavez's police are revealed as allowing a confessed killer to roam free. Soriano's mother (who is also a Chavez supporter) tearfully claimed that Gouveia sodomized Soriano and beat him with such force that Soriano cannot open his eyes.

Soriano was released last Friday afternoon after Roy Chaderton advised Chavez that the case could filter out of Venezuela and could become a "human-interest story" with the potential to derail their PR campaign.

The government denied that Soriano had been mistreated. A thorough medical examination by a civil surgeon reveals that, beyond lacerations, severe bruising, and cracked ribs, Soriano had been repeatedly raped while in custody. His right arm shows that he has been injected. Nails are missing from his left hand. Soriano's internal organs have been crushed to the point that he urinates blood, and he cannot walk without assistance. "


Nú, ef Chavez væri hægrisinnaður einræðisherra væru samtök eins og ANSWER og IAC líklega að mótmæla ógnarstjórninni í Venezuela, en þar sem vinstrisinnaðir einræðisherrar og týrantar eru góðu gaurarnir í þeirra bókum er vonlaust að bíða eftir slíkum mótmælum. Hvað ætli félagar þeirra á Múrnum og UVG segi?
Ekki gleyma smáfuglunum

Nú þegar snjórinn er loksins kominn má ekki gleyma því að smáfuglarnir eru glorsoltnir þessa dagana. Ég mælist til þess að bloggarar kaupi fuglafóður, eða risti brauð og brytji það niður og gefi hinum fiðruðu frændum okkar.
Á ekki til eitt aukatekið orð!

Frá Yahoo:

"COPENHAGEN, Denmark - Parents of more than 100 Danish scouts were outraged over a game of tag at a scout camp in which children acted as Jews wearing yellow Stars of David and tried to escape from adults pretending to be Nazis.

Jes Imer of the local FDF chapter told the tabloid B.T. that they 'may have crossed the line this time with a night game where Nazis chase Jews.'

The school yard included a sign with the German words 'Arbeit macht frei,' or 'Work will set you free,' the infamous inscription over the entrance to the Auschwitz concentration camp in Poland.

'I don't know whether I should apologize," Imer told B.T., adding "I didn't want the game to hurt anyone.'"


Úff, þessir Danir maður!
Einræðisherramánuður í Frakklandi

Hvað er það eiginlega með Frönsku stjórnina og silkihanskameðferð á einræðisherrum úti í heimi? Eru Frakkar fúlir yfir því að geta sjálfir ekki lengur kúgað litað fólk svo þeir styðja við og klappa á bakið hverjum þeim stigamanni sem ræður ríkjum í Afríku eða Mið-Austurlöndum? Erum við að tala um milligöngukúgun, eða eru Frakkar einfaldlega nær Frelsaranum og boðskap Biflíunnar en flestir aðrir og sjá ekki lengur tilganginn í því að refsa mönnum fyrir eitthvað sem Guð mun hvort eð er refsa fyrir á Dómsdegi?

Rennum yfir listann:

[+] Frakkar ætla að bjóða Robert Mugabe, einræðismógúls Zimbabwe í heimsókn í næsta mánuði þrátt fyrir að honum sé meinað að stíga fæti inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Vonast Franska stjórnin til að heimsóknin verði til þess fallin að auka lýðræði í Zimbabwe. Right!

Úr fréttinni: "As relations between the UK and Zimbabwe have deteriorated, France has been moving closer to Mr Mugabe's government."

Jamm, Frakkar eru svo sannarlega góðir bandamenn og vinir vina sinna.

[+] Frakkar greiddu ekki atkvæði gegn því að fulltrúi Líbýu væri skipaður formaður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrir að Líbýumenn hafi skotið niður franska flugvél árið 1989, skipulagt sprenginguna kennda við Locherbie og að Gaddaffí hafi verið einn harðast stuðningsmaður alþjóðlegra hryðjuverkamanna eins og Abu Nidal í gegnum árin.

[+] Svo þarf náttúrlega ekki að taka fram harða andstöðu Frakka gegn hugsanlegum hernaðaraðgerðum gegn Írak. Hún er í raun svo ofsafengin að maður veltir því fyrir sér hvað frönsku stjórninni gengur til. Af hverju eru Frakkar (og Þjóðverjar) tilbúnir að fórna miklum og mikilvægum tengslum ríkjanna við Bandaríkin einungis til að viðhalda ógnarstjórn Saddams Husseins. Ég hef ekki nokkra trú á að þarna ráði skrúplur þeirra Chiracs og Schröders ferðinni, maður skilur að vissu leyti að Schröder þarf að viðhalda stríðsandstöðunni sem hann var kosinn út á, en maður sem lét það verða sitt fyrsta verk sem forseti Frakklands að sprengja kjarnorkusprengjur í Kyrrahafinu er enginn friðarsinni.

Er hugsanlegt að frönsk og þýsk fyrirtæki hafi, með vitund og vilja þarlendra stjórnvalda, selt Írökum vopn eða vopnabúnað - þvert á alþjóðalög - og að ríkisstjórnunum sé svona mikið í mun að afstýra stríði svo ekki komist upp um glæpinn? Það er náttúrlega ljóst að komist upp um slík viðskipti gæti það skaðað samskipti þjóðanna við Bandaríkin svo alvarlega að ekki verði úr bætt á næstu áratugum. Bandaríkin gætu jafnvel í kjölfarið krafist þess að Frakkar og Þjóðverjar gengju úr NATO, eða gengið sjálf úr samtökunum verði ekki orðið við þeirri kröfu.

Auðvitað er ég að gefa vænissýkinni svolítið lausan tauminn, en maður veltir þessu samt sem áður fyrir sér. Hvað er það sem Frökkum og Þjóðverjum er svona mikilvægt? Hvað eru þeir að græða á að halda Saddam á valdastóli?
Röskvan í góðum gír

Ásta bendir á sérstaka ljósmyndatækni þeirra Röskvumanna í frétt þeirra af einhverjum ógurlegum málefnafundi. Ekki nóg með að myndirnar séu teknar frá mismunandi sjónarhornum til að láta líta út fyrir að fleiri séu mættir en raun varð á (gaurinn í rauðu peysunni er á þremur myndum af átta!), heldur er sjónarhorn myndavélarinnar alltaf mjög þröngt svo að ekki komast fleiri en svona einn og hálfur Röskvumaður inn á hverja mynd. Einhver sagði mér að fundarmenn hafi átt að vera fimmtíu, en ég tel það álíka líklegt og að fjöldi mótmælenda í Washington á laugardag hafi verið 500.000 eða að mótmælendur í Reykjavík hafi verið fleiri en fimmhundruð.
Höfundaréttur

The Economist vill gera grundvallarbreytingar á höfundarrétti á vesturlöndum. Ég er að mestu leyti sammála þeim Economist mönnum, en mér finnst nauðsynlegt að sæmdarréttur haldist a.m.k. þar til höfundur verks hefur hrokkið upp af. Það er nógu slæmt að geta ekki lengur grætt á höfundarverki manns án þess að hvaða jólasveinn sem er megi eyðileggja það. En það er rétt sem í greininni kemur fram að hinn langi tími sem höfundarréttur er varinn á, sérstaklega í Bandaríkjunum, getur hægt á útbreiðslu hugmynda í stað þess að hraða henni og auðvelda, eins og höfundarréttarlögum var upphaflega ætlað að gera.
Enn eitt mótmælendabloggið

Ég held stríðsáróðrinum áfram í nýjasta Deiglupistlinum mínum. Þar skrifa ég um samtökin A.N.S.W.E.R., sem stóðu fyrir mótmælunum í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum síðasta laugardag. Þau eru náttúrlega ekkert annað en hýenuhópur afdankaðra stalínista, en ég reyni að orða það aðeins öðruvísi í pistlinum sjálfum. Maður má ekki móðga hýenurnar.

Thursday, January 23, 2003

Hugsjónir og hugsjónafólk

Það er alltaf gaman að sjá hversu þröngsýnt vinstrisinnað fólk getur verið þegar það vill og þröngsýnin þjónar þeirra málstað og hagsmunum. Gott dæmi um þetta er þær algengu fullyrðingar að hægrisinnað fólk sé hugsjónalaust, eða að George W. Bush hundsi vilja almennings í Íraksmálinu. Kommarnir virðast ekki geta ímyndað sér að þeir sem ekki eru þeim sammála í einu og öllu séu neitt annað en sálarlaus kvikindi eða eigingjarnir ríkisbubbar.

Svo við höldum áfram með Bush-dæmið. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti Bandaríkjamanna er því fylgjandi að farið verði með hernaði gegn Saddam Hussein og því fellur fullyrðingin um að Bush hundsi vilja almennings um sjálfa sig. Þegar á þetta er bent hoppa kommarnir og hía og segja augljóst að Bush sé alveg jafn hugsjónalaus og þeir héldu fram og vilji stríð eingöngu til að vinna velvild almennings - þetta sé kosningaplott. En nú ætti það að vera ljóst að hinn almenni Bandaríkjamaður hefur ekkert að græða á stríði, hann er ekki á leiðinni í forsetaframboð árið 2004 og því eðlilegt að ætla að hann trúi raunverulega á réttmæti stríðsins. Þegar ljóst er að meirihluti Bandaríkjamanna trúir því að rétt sé að fara í stríð, til varnar Bandaríkjunum og til að koma á lýðræði í Írak, af hverju er svo fráleitt að halda því fram að Bush og stjórn hans sé á sama máli?

Þá fellur "kosningaplottskenningin" um sjálfa sig þegar Tony Blair er skoðaður. Meirihluti Breta er mótfallinn stríði, en samt sem áður stendur Blair staðfastur við hlið bandamanna Breta hinum meginn Atlantsála. Ekki kemur Blair til með að græða atkvæði á þessari afstöðu sinni, hann á jafnvel á hættu að uppreisn verði gerð innan Verkamannaflokksins. Hann hefur persónulega ekkert að vinna og allt að tapa með afstöðu sinni. Er þá ekki líklegt að hann trúi því að stríð við Írak sé nauðsynlegt? Að það sé þess virði að fórna persónufylginu fyrir eitthvað sem meira máli skiptir - öryggi Breta og allra lýðræðisríkja?

Maður getur verið ósammála fólki án þess að væna það um óheilindi og eiginhagsmunapot. Ég efast til dæmis ekki um að margir vinstrimenn trúa því að einkavæðing ríkisbanka, vera Íslands í NATO og virkjun við Kárahnjúka sé slæmt fyrir þjóðina. Ég er þeim bara ósammála.
Rumsfeld biðst afsökunar

Rakst á áhugaverða frétt hérna.

U.S. Secretary Defense Donald Rumsfeld apologized today for referring to France and Germany as an "Axis of Weasels." "I'm sorry about that Axis of Weasels remark," said Mr. Rumsfeld.

"I didn't mean to dredge up the history France and Germany share of pathetic compliance with ruthless dictators."

Rummie er soldill prakkari stundum.

Wednesday, January 22, 2003

Myndir frá Venesúela

Á Salon eru myndir frá mótmælum og kröfugöngum í Venesúela, bæði gegn Chavez forseta og honum til stuðnings. Sá sem setti myndirnar upp spyr hvort deilurnar séu í raun á milli ríkra og fátækra eða hvort þær séu milli kvenna og karla. Að minnsta kosti fer lítið fyrir konum í stuðningsgöngunum, en þeim mun meira er af karlmönnum - og skotvopnum. Myndasmiðurinn spyr einnig hvort hugsanlegt sé að stuðningsgöngumennirnir séu bara glæpamenn og óþokkar sem ráðnir hafi verið til að berja á kvenmönnunum í mótmælagöngunum. Nú veit maður ekki, enda lítið um þetta fjallað í fréttum. En mikið ógurlega fara hermennirnir illa með konugreyin.
Fróðleg grein

Rakst á þessa grein úr bandaríska tímaritinu The National Interest um ákveðna stefnu/heimspeki/lífsskoðun sem er ríkjandi hjá stórum hópi Bandaríkjamanna og kennd er við forsetann Andrew Jackson. Greinin er löng en er vel þess virði að lesa, þar sem hún svarar mörgum spurningum og hluta þeirrar gagnrýni sem Bandaríkin sitja undir. Ég er ekki að segja með þessu að greinin sannfæri mann um að gagnrýnin sé ekki réttmæt, en hún útskýrir að nokkru leyti af hverju Bandaríkin gera það sem þau gera.
Eftirsjá að Ármanni

Ármann Jakobsson hefur, eins og flestum bloggurum er kunnugt um, tekið þá ákvörðun að hætta að blogga og er það miður. Ég hef haft gaman að blogginu hans Ármanns, enda maðurinn með eindæmum skemmtilegur penni. Það er e.t.v. skiljanlegt að frétta- og blaðamenn fylgist með skrifum Ármanns á netinu, enda er hann þekktur maður og einn af innanbúðarmönnum í Vinstrihreyfingunni-Grænu framboði, og nú þegar styttist í kosningar er auðvelt að sjá af hverju þeir veiti honum enn meiri athygli en ella. Ég vona bara að þegar kosningarnar eru yfirstaðnar taki Ármann upp þráðinn og haldi áfram þaðan sem frá var horfið.

Aðrir hafa skrifað um fráfall Ármanns og Bloggs dauðans. Læðan mótmælir HÁSTÖFUM, og Erna tekur undir þau mótmæli. Svansson telur óraunhæft að halda því fram að skrif á netinu geti talist einkamál viðkomandi (og tek ég undir þá skoðun hans), og Salvör ritar minningargrein um Blogg dauðans.

Ég varð sjálfur þess heiðurs aðnjótandi að vinna verðlaun í síðustu getraun Ármanns. Ég á reyndar enn eftir að sækja verðlaunin, en það mun gerast einhvern næstu daga. Þangað til Ármann tekur aftur upp blogghanskann verður maður að láta sér nægja að lesa það sem hann skrifar á Múrinn, en skrif hans þar eru frekar til þess fallin að pirra sjálfstæðisnjóla eins og mig en skemmta þeim.
Harry Potter er djöfullinn

Nei, nei, ég segi bara svona. En Eiríkur er með fína umfjöllun um Potterinn og satanismann í henni Rowling á sínu bloggi. Fræðist líka um það hver hélt því fram að 87% samkynhneigðra ætu kúk.

Tuesday, January 21, 2003

Scott Ritter barnapervert?

Í þessari frétt er látið að því liggja að Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður og núverandi gagnrýnandi Bandaríkjastjórnar, hafi tvisvar verið handtekinn fyrir að reyna að tæla stúlkur undir lögaldri til sín í kynferðislegum tilgangi. Önnur stúlkan var fjórtán ára og hin sextán. Það verður athyglisvert að sjá hvort sama fólk og (réttilega) réðst gegn Trent Lott fyrir ógeðfelld ummæli hans á dögunum muni gagnrýna Ritter á sama hátt, eða hvort stuðningsmenn hans muni horfa framhjá glæpunum og halda því fram að málstaður Ritters sé réttur og að engu máli skipti hvað hann geri í frístundum.
Svart-hvítir hermenn

Það er oft sem talað er um að meðan hvítir gósseigendur ákveði hvenær bandaríska hernum er sigað á önnur ríki, þá séu það aðallega svartir og litaðir menn sem berjist í stríðunum. Hafa menn eins og Michael Moore bent á þetta og notað sem rök fyrir því að þrælahald í Bandaríkjunum hafi aldrei verið lagt af, heldur aðeins breyst og aðlagast nýjum aðstæðum.

Í Víetnam stríðinu var mannfall meðal svartra mun hærra en hlutfall þeirra í bandarísku samfélagi gaf tilefni til og þess vegna ljóst að fullyrðingar um misrétti áttu að vissu leyti rétt á sér.

Samkvæmt þessari frétt er staðan hins vegar allt önnur. Hlutfall hvítra í bardagasveitum hersins er hærra en hlutfall hvítra manna í Bandarísku þjóðfélagi. Það er rétt að um 20% hermanna í bandaríska hernum eru svartir (miðað við 12% hlutfall svartra í Bandaríkjunum almennt), en þeir sæki frekar í stöður og störf fjarri víglínunni sem veiti þeim tækifæri til að verða sér úti um menntun og þjálfun sem muni hjálpa þeim við atvinnuleit að lokinni herþjónustu. Ef einhverjir eru fórnarlömb mismununar þarna þá eru það fátækir hvítir landsbyggðarmenn.

Ég bendi einungis á þetta vegna þess að þetta afsannar eina af þeim fjölmörgu ásökunum sem Bandaríkin þurfa að sitja undir og einnig vegna þess að ég er sjúkur hvolpur með óeðlilegan áhuga á öllu sem viðkemur hernaði.
Skemmtilegt próf

Tók athyglisvert próf á vefnum núna áðan, sem ætlað er að tékka á afstöðu manns til ástandsins varðandi Írak og utanríkisstefnu Bandaríkjanna hvað það varðar. Ég skoraði 77, sem þýðir að ég er annað hvort Realist eða Capitalist Stooge (fer eftir því hvernig á það er horft). Þá fékk ég einkunnina 10 af 10 á rationality-skalanum, en er ekki alveg með það á hreinu hvað það þýðir. Ætli það merki ekki að ég sé samkvæmur sjálfum mér í svörunum.

Monday, January 20, 2003

Hálf milljón mótmælenda?

Það er ekki bara á Íslandi sem deilt er um fjölda þeirra sem tóku þátt í mótmælagöngunum um helgina. Samtökin A.N.S.W.E.R., sem stóðu fyrir mótmælunum í Bandaríkjunum á laugardaginn, halda því fram á heimasíðu sinni að hálf milljón manna hafi tekið þátt í þeim. Þegar myndir á heimasíðunni eru skoðaðar tekur maður eftir því hve þröngt sjónarhorn myndavélarinnar er. Hvar eru víðu skotin sem sýna þessa hálfu milljón? Hvar er þyrluskotið af mannhafinu?

Þessi stúlka mætti á svæðið og tók eigin myndir af hálfu milljóninni. Kannski nota þeir Answermenn einhverja aðra og merkilegri stærðfræði en almennt gerist, en mótmælendurnir virðast eitthvað færri en 500.000. Í raun sýnist manni þeir vera svolítið einmana þarna.

Annar áhorfandi að mótmælunum giskar á að þáttakendurnir hafi verið um 50.000, en hann er hægrisinnaður og þess vegna æstur í að bragða á írösku barnaketi og því ekkert mark á honum takandi.

Enn eitt dæmið um að það eru ekki bara gírugir gósseigendur og morðóðir bandaríkjaforsetar sem eru tilbúnir að ljúga í áróðursskyni.
---

VIÐBÓT:
[+] Lögreglan í Washington taldi um 30.000 mótmælendur (ekki 500.000) skv. frétt CNN.
[+] Samkvæmt BBC voru mótmælendurnir 50.000.
Fluggáfaðir mótmælendur

Meira af mótmælunum um helgina. Þessi mynd er frá mótmælunum í San Fran, og á skiltinu stendur "The difference between Bush and Saddam is that Saddam was elected." Það má vel vera að viðkomandi mótmælandi hafi misst af umfjölluninni um kosningarnar í Írak á dögunum, eða að hann trúi því í alvöru að Saddam hafi fengið 100% kosningu og að kosningaþáttakan hafi einnig verið 100%, en ég á bágt með að trúa því. Sumt fólk er einfaldlega tilbúið að sveigja og beygja sannleikann til að þjóna eigin málflutningi.

Fleiri myndir af heimskulegum mótmælaspjöldum, fullum af rangfærslum og hatursáróðri má finna hér...og... hér. Ég vona að Íslendingarnir sem tóku þátt í mótmælunum á laugardaginn hafi ekki verið jafnslæmir.
Írösk kjarnavopn?

Athyglisverð frétt á The Daily Telegraph:

"United Nations weapons inspectors have uncovered evidence that proves Saddam Hussein is trying to develop an arsenal of nuclear weapons, The Telegraph can reveal. The discovery was made following spot checks last week on the homes of two Iraqi nuclear physicists in Baghdad."

Ég hef ekki séð þessa frétt annars staðar og því er erfitt að meta sannleiksgildi hennar, en ég get ekki séð að TDT hafi ástæðu til að ljúga.
Friðarsinnar mótmæla

Hérna má sjá myndir frá mótmælagöngu friðarsinna í hippaborginni San Fransisco síðasta laugardag (sýnið þolinmæði, það tekur smátíma fyrir myndirnar að lóda). Merkilegt hve margvíslegan skilning má leggja í orðið "friðarsinni". Samkvæmt orðabók þeirra Friskómanna mega friðarsinnar víst brjóta verslunarglugga og fremja margs konar skemmdarverk í þágu friðar.

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Sunday, January 19, 2003

Nýir hlekkir

Setti inn tvo nýja hlekki (permalinks) hér á hliðarræmuna. Annars vegar er um að ræða frábæran lista yfir blogg-nýyrði, eins og blogstipation (blogg-ritstífla), blogathy (sinnuleysi gagnvart því sem maður skrifar) og blogorrhea (endalaus flaumur orða sem streyma út á vefinn - andheiti við blogstipation).

Svo ákvað ég að setja InstaPundit þarna inn líka. Þetta er blogg sem tekur á stjórnmálum líðandi stundar og póstar fullt af sniðugum linkum á fréttir og annað viðeigandi. Er víst ógurlega vinsæll og virtur úti í heimi, en ég hef svo sem ekki myndað mér skoðun á síðunni eins og mál standa. Vil bara hafa hana á síðunni minni svo ég muni eftir að tékka á henni daglega. Komist ég að því að hún er gagnslaus þá kippi ég hlekknum út.
---

Þá er ég að skrifa Deiglupistil sem birtast mun á morgun. Ætla að skrifa um snilldarritið "The Political Animal", sem tekur á því hvers konar karakterar fara í pólitík, hvað rekur þá áfram og hvað þeir eiga sameiginlegt. Afar áhugaverð bók sem að sjálfsögðu er ekki hægt að gera nógu góð skil í 400 orðum, og ætla ég því að einbeita mér að einu ákveðnu atriði sem pólitíkusar (a.m.k. í Bretlandi) eiga sameiginlegt.

Saturday, January 18, 2003

Eiríkur gerir það gott

Eiríkur félagi kemur með góðan punkt í seinasta póstinum sínum. Er ekki til eitthvað sem kalla mætti "öfugsnúna fordóma"? Þ.e. í stað þess að öskra á litaðan einstakling "farðu aftur heim til Afríku" (eða eitthvað álíka ósniðugt) þá lekur af því vinaleg slepjan þannig að óstöðugir áhorfendur ærast hver um annan þveran. Jafnrétti fólks af mismunandi kynþáttum felur það náttúrlega í sér að komið sé nákvæmlega eins fram við alla einstaklinga, hvert sem litaraft þeirra er.
Er Röskva á lífi?

Þetta er nú hætt að vera skondið lengur. Rétt rúmur mánuður í kosningar í Háskólanum og Röskvan ekki aktívari en svo að ekki er enn búið að uppfæra heimasíðuna. Skv. henni er Þorvarður Tjörvi formaður SHÍ og Dagný Jónsdóttir, verðandi varaþingmaður, framkvæmdastjóri ráðsins. Hvernig er hægt að greiða fólki atkvæði sem svo greinilega hefur engan áhuga á að bæta Háskólann eða auðvelda stúdentum lífið, heldur vill aðeins komast til valda.

Hefði Röskva einhver málefni til að berjast fyrir og stjórn félagsins væri ekki skipuð duglausu fólki hefði Röskvan ekki látið ósigurinn í vor á sig fá, heldur haldið ótrauð áfram að vinna sínum málefnum brautargengi. En þar sem bæði málefnin og dugurinn eru af skornum skammti í herbúðum Röskvu - svo ekki sé talað um yfirvofandi klofningu fylkingarinnar, sem ekki kemur til með að bæta vinnumóralinn þar á bæ - er erfitt að rökstyðja að stúdentar ættu að greiða henni atkvæði sitt í febrúar.

Í raun er ekki hægt að skilja þögn og aðgerðaleysi Röskvuliða öðruvísi en svo að þeir séu bara sáttir við það sem Vaka er að gera í ráðinu og hafi ekkert við störf meirihlutans að athuga. Slík afstaða er ekki beinlínis til þess fallin til að sópa til sín atkvæðum. "Kjósið okkur af því að ... um ... ég er með mynd af Ástríki á maganum!"

Ekki sannfærandi.

Friday, January 17, 2003

Framfarasinnar ósáttir

Hjörtur H. Hjartar, formaður flokks framfarasinna gerir athugasemd við málflutning andstæðinga sinna og segir þá ómálefnalega. Heldur hann því fram að í stað þess að ræða um málefni innflytjenda á efnislegum nótum hafi andstæðingarnir gripið til skítkasts og kalli hann og flokksfélaga hans - að ósekju náttúrlega - kynþáttahatara.

Málflutningur Hjartar á ekki við nein rök að styðjast enda hafa á Deiglunni birst fjöldi pistla um málefni innflytjenda þar sem röksemdum skoðanabræðra Hjartar er svarað. Vel má vera að ekki hafi verið minnst á flokkinn hans í hverri einustu þessara greina en fullyrðing hans um ómálefnalegan málflutning er úr lausu lofti gripin. Undanfarna þrjá mánuði hafa verið ritaðar sjö greinar á Deiglunni um innflytjendur og kynþáttafordóma. Það jafnast náttúrlega ekki á við hlutfall slíkra greina á vefsíðu framfaraflokksins, enda er ekki um annað skrifað þar en skaðsemi innflytjenda og ókosti ESB-aðildar. Vel má vera að framfaraflokkurinn hafi önnur mál á stefnuskránni en bann við innflutningi útlendinga og andstöðu við aðild að ESB, en lítið fer fyrir þeim málefnum á heimasíðunni.

Allavegana. Áðurnefndar sjö greinar eru:

Fordómafullir framfarasinnar - eftir Andra Óttarsson
"Atvinnuþjófnaður" útlendinga? - eftir Andra Óttarsson
Mannréttindadagurinn - eftir Soffíu Kristínu Þórðardóttur
Erlent vinnuafl - eftir Pawel Bartoszek
Skyldunámskeið í íslensku - eftir Pawel Bartoszek
Uppgangur útlendingahaturs - Ritstjórnargrein
Ísland fyrir Íslendinga - eftir Baldvin Þór Bergsson

Þá er í lagi að benda á ágæta umfjöllun á Skoðun um fund íslenskra þjóðernissinna og eftirmála þeirrar umfjöllunar.
Vel meint en samt vitlaust

Aðstandendur Frétta halda því fram að rangt hafi verið að sussa á ólátabelgina sem ítrekað trufluðu umræður borgarstjórnar um Kárahnjúkavirkjun í gær. Spyrja þeir hvort lýðræðið verði að fara fram í þögn. Þetta er náttúrlega fáránlegt spurning þar sem hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar kjósenda, hvort sem er á Alþingi eða í borgarstjórn verða að hafa tækifæri til að inna þetta mikilvæga hlutverk sitt af hendi. Það á að vera hverjum manni augljóst að ómögulegt væri ef lítill hópur fólks gæti stöðvað umræður á þessum stöðum einfaldlega með því að öskra nógu hátt!

Lýðræðislegri umræðu á Íslandi er engin hætta búin þótt bannað sé að vera með ólæti á áhorfendabekkjum á Alþingi eða Ráðhúsi. Á Íslandi er funda- og tjáningarfrelsi sem tryggir þeim sem vilja tjá sig bæði rétt og tækifæri til að gera það. Það er allsendis ónauðsynlegt að trufla umræður í borgarstjórn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég hef enga trú á að fólkið sem að ólátunum stóð hafi í alvörunni haldið að borgarfulltrúarnir hefðu ekki heyrt málstað þeirra áður. Tilgangurinn gat því ekki verið að koma honum áleiðis heldur hlýtur hann að hafa verið einhvers konar hljóðterrorismi (gildishlaðið orð, en samt viðeigandi), og ætlunin að trufla afgreiðslu málsins. Þeir sem standa að slíkum aðgerðum geta ómögulega talist lýðræðissinnar. Í lýðræði ræður meirihlutinn en reyni minnihluti fólksins að trufla gangverk lýðræðisins eða jafnvel að troða skoðunum sínum upp á meirihlutann er ljóst að lítið fer fyrir lýðræðisástinni þar.
Hausinn að springa

Djöfull er maður nú vel lesinn!

Tuesday, January 14, 2003

Enn um LOTR

Þá er ég alfarið á móti þessari íslenskun á mannanöfnum og staðarheitum í Lord of the Rings. Andvín, Mínas Tíríð og Hringvomar eru orðskrýpi sem ekki eiga heima í umræðu um þetta enska bókmenntaverk. Þeir tímar eru sem betur fer að baki þegar mannanöfn voru þýdd í íslenskum texta við erlendar kvikmyndir (Ég heiti Bond, Jakob Bond) og ég sé ekki ástæðu til að taka upp þennan ósið þegar að LOTR kemur - þrátt fyrir að um fantasíu sé að ræða.
Svansson leiðréttur

Svansson er eitthvað ósáttur við ákveðið element í Two Towers myndinni.

Málið er að Frodo og Sam fóru yfir fljótið Anduin þegar þeir skildu við föruneytið. Þeir þramma um Emyn Muil þangað til þeir hitta Gollum sem leiðir þá út úr hæðunum, yfir Dauðramannafenið og að Svarta hliðinu að Mordor (Morannon). Þegar þeir gera sér grein fyrir því að þar komist þeir ekki hinn leggja þeir af stað suður á bóginn og ganga um Ithilien sem liggur milli Anduin og Mordor. Þegar Faramir tekur þá höndum eru þeir staddir nookuð norðan við Austur-Vestur veginn sem liggur/lá frá Minas Tirith, í gegnum Osgiliath og til Minas Morgul. Í myndinni tekur Faramir þá inn í Osgiliath, og er það í rauninni nauðsynlegt hafi hann ætlað sér að koma þeim til Minas Tirith, enda brýrnar í Osgiliath einu brýrnar yfir ána á þessu svæði.

Ef Frodo og Sam hefðu verið vestan við Anduin allan þennan tíma þá væri vera þeirra í Osgiliath athugaverð, en Peter Jackson er ekki að gera villu þarna. Þetta er frekar augljóst þegar kortið er skoðað.

Hins vegar get ég ekki tekið undir það með Bergsteini að enginn annar en Tolkien megi gagnrýna myndirnar. Það er náttúrlega út í hött að halda þessu fram enda þýddi það að ekki megi gagnrýna uppfærslur á verkum Shakespeares (hvort sem er á sviði eða kvikmyndum) vegna þess að höfundurinn sé látinn! Komm on! Þá get ég ekki samþykkt þá fullyrðingu Bergsteins að LOTR sé uppfull af gloppum "eins og hver önnur fantasía". Hverjar eru gloppurnar?

Friday, January 10, 2003

Áfram Klaufabárðar

Munið þið eftir Klaufabárðunum, tékkneskum brúðumyndaflokki um tvo misvitra félaga sem gætu verið posterboys fyrir "gerðu það sjálfur" kúltúrinn, ef ekki væri fyrir allan klaufaskapinn. Nú er í gangi undirskriftasöfnun á netinu sem nota á til að knýja RÚV til að endursýna þessa snilldarþætti. Ég skrifaði undir og hvet alla sem þetta lesa til að gera slíkt hið sama.

Þeir sem ekki geta hugsað sér að bíða eftir viðbrögðum ríkisbáknsins, eða hafa enga trú á því að það taki tillit til óska fólksins í landinu, geta nálgast nokkra þætti úr seríunni hér....og hér.

Gulli fær kredit fyrir að vekja athygli mína á þessu.
Þjóðernishreinsanir Bersa

Nú er búið að þurrka burtu öll erlend áhrif úr linkasafninu mínu. Áður voru enskir stafir í staðinn fyrir íslenska: "o" í staðinn fyrir "ó" eða "ö" o.s.frv. en Eiríkur snillingur sýndi mér hvernig átti að hreinsa síðuna af þessari mjög svo óæskilegu málmengun. Þeir sem vilja gera slíkt hið sama geta farið á þessa síðu þar sem html kóda fyrir íslenska stafi er að finna.

Annars er Eiríkur með fleiri járn í eldinum en afbragðs blogg. Hann er líka með þessa síðu hér, þar sem finna má fréttir af Grænlandi, photoshop afrek Eiríks og annað góðmeti.

Thursday, January 09, 2003

Rangláti dómarinn

Kristbjörn veltir upp skemmtilegri spurningu: Er nafnið á bloggsíðunni hans Sveins Guðmars ekki eilítið óheppilegt nú þegar búið er að sjanghæa hann í embætti dómara í Gettu betur?
Grundvallarbreytingar

Eins og sjá má hef ég gert umtalsverðar breytingar á síðunni. Komnir eru tveir nýir hlekkir undir fyrirsögninni "Bloggarar", Ragnar bróðir minn, sem er um þessar mundir í útlegð í Bandaríkjunum og Eiríkur vinur minn. Í nýjasta pósti Eiríks er annars að finna mjög athyglisverða umfjöllun um orðin "eskimói" og "inúíti", uppruna þeirra og merkingu.

Annars er lítið af mér að frétta. Er bara í ritgerðarskrifum og það er, þrátt fyrir allar kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um efnið, ekki eins spennandi og af er látið.

Wednesday, January 08, 2003

Netscape 7.0

Er að búa til heimasíðu og dánlódaði nýjustu útgáfunni af Netscape til að reynslukeyra síðuna á þeim vafrara líka. Netscape er orðinn helvíti flottur, allavegana lítur hann betur út en iexplorer. Ég kem samt ekki til með að skipta. Ég er of íhaldssamur til að gera slíkar grundvallarbreytingar á mínu lífi án þess að hafa til þess betri ástæðu en betra útlit á vafraranum.
John Nash, Survivor og Múrinn

Eiríkur vinur minn benti mér á þessa snilldarsíðu þar sem leikjakenningu John Nash er beitt á Survivor þættina. John Nash varð fyrst frægur fyrir alvöru þegar Russel Crowe lék hann í kvikmyndinni "A Beatutiful Mind" en hafði víst áður tekið við Nóbelsverðlaunum í hagfræði.
---

Talandi um kvikmyndaleikara þá skammast Katrín Jakobsdóttir heilan helling í nýjum Múrpistli yfir því hve fáir bandarískir hollívúddleikarar hafa mótmælt hugsanlegu stríði við Írak. Ekki virðist hún trúa því að meirihluti leikaranna sé fylgjandi stríði heldur séu þeir einfaldlega hræddir við að tjá skoðun sína. Hún útskýrir ekkert frekar hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu, en hún smellpassar í heimsmynd þeirra Múrfélaga þar sem fámennar erlendar valdaklíkur ráða því sem þær vilja ráða í krafti kúgunar og ofbeldis. Múrverjar vilja ekki horfast í augu við þann möguleika að meirihluti heimsbyggðarinnar er ekki endilega alltaf á þeirra bandi og ekki sé alltaf um að kenna áróðri eða skoðanakúgun auðvaldsins.

Þess fyrir utan, af hverju ættum við að taka nokkuð mark á skoðunum Warrens Beatties, Steven Spielbergs eða hasshaussins Woddys Harelsons? Ekki hefur þetta fólk sérþekkingu á alþjóðastjórnmálum, varnarmálum eða málefnum Miðausturlanda. Fólkið er í raun eingöngu að tjá sig um eigin siðferðilegu sannfæringu (eða ráðleggingar umboðsmanna, sem e.t.v. telja að aðdáendur þeirra kunni að meta slíkar yfirlýsingar). Hvað er það við Sean Penn sem gerir það að verkum að ég á að skipta um skoðun af því að hann fer í skreppitúr til Bagdad? Ég gæti allt eins látið skoðanir mínar ráðast af áliti Össurs Skarphéðinssonar (hvað sem það er þessa vikuna) eða frosksins Kermits.

Og af hverju eru menningarþjóðernissinnarnir á Múrnum allt í einu farnir að hafa áhuga á því sem gerist í Hollywood?

Tuesday, January 07, 2003

Rasistar í framboð

Nú er það ljóst að íslenskir þjóðernissinnar stefna að framboði til Alþingis í vor. Auðvitað vonar maður að atkvæði þeirra megi telja á fingrum annarrar handar, en einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að þeir muni fá nokkur hundruð, ef ekki þúsundir atkvæða. Allavegana segjast þeir vera nánast komnir með tilskilinn fjölda undirskrifta til að geta boðið fram.

Ég trúi því ekki að þeir muni koma manni inn á þing, en hef af því áhyggjur að stóru flokkarnir muni bregðast við framboðum sem þessum á sama hátt og systurflokkar þeirra í Evrópu hafa gert. Þar hafa borgaraflokkarnir og sósíaldemókratar tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum af ótta við að öfgaflokkar eins og íslenskir þjóðernissinnar hafi af þeim atkvæði. Eins og Deiglan hefur margoft bent á stafar íslendingum og íslensku launafólki engin hætta af innflytjendum. Þeir hafa ekki af nokkrum manni vinnu og eru nauðsynleg viðbót í þjóðfélag þar sem hlutfall eldri borgara vex með hverju árinu sem líður.

Hulda Þórisdóttir skrifaði einmitt afar góðan pistil um dulda kynþáttafordóma Íslendinga á Tíkinni um daginn.
Isl.is í tómu fokki

Ég var einn þeirra sem fyrir nokkrum árum fengu sér ókeypis netþjónustu hjá Íslandsbanka. Lítið fór fyrir notkun nettengingarinnar en ég er enn með netfang hjá isl.is. Núna virðist netþjónninn hjá þeim Íslandsbankamönnum eitthvað hafa farið í rugl - e.t.v. ósáttur við greinaflokk Agnesar Braga - því ég er búinn að fá sjö eintök af hverjum einasta tölvupósti sem barst isl.is netfanginu í dag. Eintökin eru ennþá að hrúgast í inboxið mitt og hef ég varla undan við að eyða alls kyns tilboðum frá erótískum vefsíðum og tilkynningum frá Veiðistjóra að ég geti skilað inn veiðiskýrslu á netinu. Ekki hef ég trú á að Veiðistjóraembættið hafi sent mér sjö eintök af sama póstinum, en á í raun auðveldara með að trúa því upp á klámhundana.

Kannski er vefmeistari Íslandsbanka á rússnesku jólafylliríi.

Monday, January 06, 2003

Kvikmyndaleikarinn Adolf Hitler

Á Internet Movie Database má finna lista yfir allar þær myndir sem Hitler hefur "leikið" í (oftast er um að ræða gamlar fréttamyndir). Það sem mér fannst merkilegast er samt örævisagan á síðunni. Þar er að finna lista yfir "trivial" (léttvæga) fróðleiksmola um manninn eins og "Ruler of Nazi Germany (The Third Reich) 1933-1945". og "Responsible for the deaths of over 11 million people during the second world war".

Léttvægt?
Skriðinn úr híði

Þá eru Jólin búin, áramótin liðin og ískaldur, hrjúfur raunveruleikinn sestur að hjá manni á nýjan leik. Bróðir minn er, í þessum rituðum orðum, að stíga um borð í flugvélina sem flytja mun hann til Bandaríkjanna og mun hann líklega ekki líta íslenska foldu fyrr en að ári liðnu - kallgreyið. Það mun væntanlega taka mann smátíma að komast aftur íi almennilegt bloggstuð, en vorið ætti að verða spennandi fyrir bloggara - með allar þessar kosningar.

Allavegana, það er gott að vera kominn aftur. Líf á Netsins er ekkert líf.