Wednesday, February 19, 2003

Málsvörnin

Jæja, nú er svarpistillinn eftir mig kominn á netið, mun settlegar orðaður en í fyrstu útgáfunni, en mér eldri og reyndari menn sáu til þess að ég gerði engar gloríur í þetta skiptið (ekki það að ég geri nokkurn tímann gloríur - ég er algerlega gloríulaus maður og hef verið lengi).

Ég vona bara að málinu ljúki með þessu - það er orðið frekar súrt þegar annar hver pistill sem ég skrifa á Deigluna er svar við gagnrýni á pistilinn þar á undan. Heimurinn fær með því móti bara helminginn af þeirri visku sem ég get frá mér látið.

Greyið heimurinn.

Monday, February 17, 2003

Tilvitnun dagsins

"Statistics are like a lamp-post to a drunken man - more for leaning on than illumination."
Allir ósáttir

Það er nú svo komið að ég get ekki lengur birt pistil á Deiglunni án þess að einhver verði öskufúll og sendi svarbréf til ritstjórans. Á sunnudaginn birtist eftir mig pistill um saksókn stríðsglæpamanna fyrir belgískum dómstólum. Þar reyni ég að færa fyrir því rök að það sé e.t.v. ekki heppilegt fyrirkomulag að meintir stríðsglæpamenn séu sóttir til saka í ríkjum sem ekki eiga hefðbundna lögsögu í málum þeirra. Það sé best að réttað sé yfir þeim í ríkinu þar sem glæpirnir voru framdir, en ef það er ekki hægt þá eigi að gera það fyrir Alþjóða stríðsglæpadómstólnum.

Mikael Torfason er alfarið á móti því sem í pistlinum segir, þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvað það var í pistlinum sem reitti hann svo til reiði. Hann svarar punktum sem ekki er að finna í pistlinum og virðist alfarið hafa misskilið efni hans. Svar mitt ætti að koma fyrir augu almennings á miðvikudag. Næsti pistill verður svo um túlípanarækt í Hollandi á sautjándu öld, nema einhver lýsi því yfir hér á þessari síðu að það efni sé honum algerlega á móti skapi. Ef svo er reyni ég að klístra einhverju saman um muninn á brúnum og gráum íkornum í Bretlandi.

Thursday, February 13, 2003

Homeland security

Mörgum finnst Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fara offörum í tillögum hans að lagasetningu sem mun enn frekar takmarka athafnafrelsi borgaranna, en auka möguleika ríkisins til að grípa inn í líf almennings í Bandaríkjunum. Það má vel vera að eitthvað þurfi að herða á öryggismálum þar í landi, sérstaklega núna, en fyrr má nú vera offorsið. Ég er að leita að fleiri linkum um málið, en ætla að benda á blogg Ragnars bróður míns, sem lærir í Michigan í augnablikinu.

"Það er ekki gott að vera frá Miðausturlöndum. Það er ekki gott að vera að læra kjarnorkuverkfræði. Það er ekki gott að vera frá miðausturlöndum að læra kjarnorkuverkfræði."

Wednesday, February 12, 2003

Sniðugir spammarar

Spammarar eru alltaf að finna nýjar aðferðir til að grípa athygli manns. Nú þýðir ekki lengur að lofa manni gulli og grænum skógum í "subject" línunni - hvað þá fróðlegum ljósmyndum af föngulegum stúlkum að leik með Sámi eða Sörla - það þarf að plata mann í að svara bréfinu eða fylgja tenglum í póstinum. Fyrir nokkru tóku spammarar að setja re: fyrir framan subject línuna til að láta líta út fyrir að verið væri að svara pósti sem maður sjálfur hefði sent, en þetta virkaði ekki lengi. Önnur trikk voru að láta nafn viðtakanda fylgja með í subject línunni, eða láta einfaldleikann ráða ríkjum með subject línum eins og "Hi", "Hello" o.s.frv.

Ég varð svolítið impóneraður þegar ég sá fyrsta spammpóstinn þar sem snillingarnir höfðu hreinlega sleppt því að skrifa nokkurn skapaðan hlut í subject línuna. Þetta var eitthvað nýtt og ég las fyrstu tvo-þrjá póstana sem voru þessu marki brenndir.

Besti spammpósturinn sem ég hef fengið í langan tíma er hins vegar þessi:

Dear Customer,

Some days ago you received promotion from www.casinoking.com
I apologize profusely for you receiving unwanted email.
The email you received was sent by a third party.
We determined the source and stopped them bothering you again,
as we do not tolerate spam in any way shape or form.

I am most sorry.

If you do happen to wish to play at the Casino I would be more than happy to hand you a bonus for your inconvenience.

Best regards,

Manager
www.casinoking.com

P.S. Please do not reply this email.


Þetta er tær snilld. Þeir biðjast afsökunar á "spammi", taka það fram að þeir vilja ekki fá svar (nokkuð sem allir spammarar vilja fá) og eru svo vinsamlegir að bjóða mér "bónus" fyrir óþægindin! Það ætti einhver að fá verðlaun fyrir þennan djöful.
Framtíð NATO og fortíð Fischers

John Keegan skrifaði í gær pistil um ákvörðun Frakka, Þjóðverja og Belga um að beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að NATO aðstoðaði Tyrki við að efla varnir sínar kæmi til stríðs við Írak. Veltir hann því fyrir sér hvaða áhrif þetta muni geta haft á framtíð bandalagsins.

Á vefsíðu The Economist má finna grein um sama efni.
---

Fyrir nokkru síðan birtust myndir af Joscha Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, frá árinu 1973 þar sem hann sést berja á lögreglumanni, sem liggur í jörðinni, í mótmælagöngu í Frankfurt. Michael Kelly rifjar þetta upp, ásamt öðrum tengslum Fischers við öfgamenn af ýmsu tagi í pistli í The Washington Post.

Tuesday, February 11, 2003

Noam Chomsky

Áhugaverður pistill um þær aðferðir sem fólk eins og Noam Chomsky, Marc Herold og Robert Fisk nota til að vinna skoðunum sínum fylgis. Meðan þeir saka Bandaríkjastjórn um að ljúga hraðar en vindurinn í hvert skipti sem ráðamenn í Washington opna munninn, virðast þeir sjálfir ekki bera nema mátulega virðingu fyrir sannleikanum - að minnsta kosti þegar sannleikurinn er þeim ekki þóknanlegur.

Auðvitað er það rétt að í ríkisstjórn Bandaríkjanna sitja ekki eintómir englar sem er fyrirmunað að skrökva, en að halda því fram - eins og Chomsky gerði - að tilgangurinn með stríðinu í Afganistan hafi verið að myrða milljónir Afgana er náttúrlega út í hött.

Glenn Reynolds veltir því svo fyrir sér hvernig Bandaríkin myndu hegða sér væru þau raunverulega hið illa heimsveldi sem margir andstæðingar þeirra virðast sannfærðir um að þau séu.
Ójöfnuður í bloggi

Rakst á þessa stórmerkilegu grein um það sem höfundurinn kallar "Power law" dreifingu í mannlegum kerfum, sérstaklega bloggi. Er fjallað um af hverju handfylli af bloggsíðum fá miklu fleiri heimsóknir en venjulegar síður, og af hverju heimsókna- eða tenglatíðni fylgir ekki "bell-kúrvunni", heldur veldisvísis- "Power law" falli. Líklega er íslenski bloggheimurinn ekki nógu stór (ekki nógu margir bloggarar) til þess að niðurstöðurnar eigi algerlega við hann - ójöfnuðurinn eykst með fjölgun bloggsíðna - en ef höfundurinn hefur rétt fyrir sér þá er þetta framtíðin.

Saturday, February 08, 2003

Tjáningarfrelsi og mótmæli gegn stríði

Eugene Volokh, löfræðikennari við UCLA háskólann í Bandaríkjunum skrifar mjög góða grein um mikilvægi þess að andstæðingar stríðsins við Írak - rétt eins og andstæðingar ríkisstjórna almennt - fái að koma skoðunum sínum á framfæri. Er greinin svar við ritstjórnargrein í The New York Sun.

"...the First Amendment is a profoundly pragmatic protection. It is justified by the natural tendencies of governments and their allies — tendencies that are only exacerbated in wartime — to assume that they're right, and that their opponents are traitors.

Sometimes, though, the government is wrong — and the only way that we Americans can tell whether the government is wrong is by hearing the arguments on both sides, before the war and during the war. Free speech has persuaded the Sun's editorial board (as it has me) that war is right. But I'm confident in my position precisely because I know that the war's opponents were free to present their best arguments against it. Likewise, to be confident that the government will fight the war the right way, and will end it at the right time, the public needs the freedom to hear the government's critics as well as its supporters."


Til að raunveruleg rökræða um nauðsyn og réttmæti stríðsins geti átt sér stað er nauðsynlegt að allir sem skoðanir hafa á málinu fái að tjá sig.

Friday, February 07, 2003

Röskva og rasisminn

Svo virðist sem Andri hafi verið heldur fljótur til þegar hann hrósaði Röskvufólki fyrir að hafa fjarlægt þessa ósmekklegu færslu af vef sínum. Færslan birtist í kjölfar fundar sem Vaka hélt um kynþáttahatur á Íslandi, og í henni eru háskólastúdentar fullvissaðir um að það sé "enginn vafi á því hvaða skoðun Röskva hefur á kynþáttahatri.

Tilgangurinn með slíkum skrifum er náttúrlega sá að gefa það í skyn að hið sama sé ekki hægt að segja um andstæðingana - Vöku og þriðja framboðið svokallaða. Röskvufólk mun væntanlega hafna því að sú hafi verið meiningin og slíkur skilningur á skrifunum sé algerlega á ábyrgð lesandans. Það væri hins vegar athyglisvert að sjá hver viðbrögð Röskvunnar yrðu ef Vaka legðist svo lágt að senda frá sér svona yfirlýsingar.

Þetta er svo sem ekki í fyrsta (og væntanlega ekki í síðasta) skipti sem Röskvan beitir slíkum lymskubrögðum í kosningabaráttu. Ár eftir ár hélt Röskvan því fram að eitt af þeim atriðum sem skildu að fylkingarnar tvær væri afstaða þeirra til skólagjalda. Röskvan væri alfarið á móti slíkum gjöldum, og þótt ekki væri sagt beinum orðum að Vaka væri áfram um að slík gjöld væru tekin upp mátti auðveldlega lesa það úr áróðrinum. Gilti engu að Vaka hefði síendurtekið lýst því yfir að hún væri einnig andvíg skólagjöldum - Röskvan reyndi staðfastlega að koma þeirri hugmynd að hjá stúdentum að kysu þeir Vöku væri þess ekki lengi að bíða að stúdentar þyrftu að greiða hundruð þúsunda króna í skólagjöld.

Svona brögð eru einföld og síst til eftirbreytni. Sem betur fer sér Vaka sóma sinn í því að sleppa slíkum klækjum í sinni baráttu, einbeita sér heldur að málefnunum og treysta á almenna skynsemi stúdenta til að meta hvoru framboðinu sé betur treystandi. Auðvitað væri lítið mál að heyja baráttuna með slagorðum eins og "X-Vaka - enginn af okkar frambjóðendum er á sakaskrá" eða "X-Vaka - gegn þrælahaldi", en slík barátta er, eins og dæmin sýna, sérsvið Röskvunnar.

Röskvufólki er auðvitað í sjálfsvald sett hvort það heldur áfram uppteknum hætti, en ég hef þá trú að stúdentar komi til með að sjá í gegnum slíkan málflutning og snúa baki við þeim sem hann hafa í frammi.
Öxulveldi hins illa

Alveg hárrétt hjá þér Sverrir, vopnaglamrið í Kim Jong-Il er allt honum Bush að kenna. Sumir gætu haldið því fram að ástæðan væri sú að við stjórnvölinn í N-Kóreu sitja veruleikafirrtir brjálæðingar sem eru að nota tækifærið núna til að kúga út úr nágrönnum sínum, og Bandaríkjamönnum, enn meiri peninga en þeir hafa fengið hingað til, en við vitum betur - þetta er Bush að Kenna.

Við vitum líka að starf síðustu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að draga úr spennu, sem fólst í því að múta N-Kóreustjórn til að loka kjarnorkuverum og hætta tilraunum með kjarnorkuvopn er fyrir gíg unnið vegna ummæla Bush - burtséð frá því að N-Kóreumenn sviku samkomulagið við Clinton og héldu áfram kjarnorkuvígbúnaðinum - staðreynd sem illgjarnir menn gætu reynt að nota sem rök fyrir því að tilraunir Clintons hafi verið gagnslausar. Svik N-Kóreumanna eru augljóslega Bush að kenna líka.

Ég er jafnframt viss um að ef við leggjum á okkur svolítið erfiði þá getum við félagarnir sýnt fram á að "öxulveldaummælin" stuðluðu beinlínis að uppgangi nasista í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar, valdatöku Pinochets í Chile árið 1973 og útbreyðslu svartadauða í Evrópu á fjórtándu öld. Þú gengur í málið, er það ekki Sverrir?
---

Annars er ég búinn að bæta í blogglinkasafnið tveimur hlekkjum - síðum Ágústs Flygenrings og Einars Arnars Einarssonar. Ég er farinn að tékka á þessum síðum reglulega og því eðlilegt að þær fari í safnið.
Schröder í góðum gír

Það voru ekki bara Bandaríkjamenn sem seldu Írökum vopn áður en hann réðst inn í Kúvæt. Samkvæmt þessari frétt kemur skýrsla Íraka um vopnaeign þeirra, sem þeir afhentu 7. desember sl., upp um þá staðreynd að stór hluti sýkla- og efnavopna Íraka var frá Þjóðverjum kominn, eða framleiddur með aðstoð þýskra sérfræðinga. Þá segir í fréttinni að Þjóðverjar viti vel um gereyðingarvopnaeign Íraka, en Schröder vilji ekki - af ókunnum ástæðum - gera umheiminum grein fyrir þessari vitneskju.

Talsmaður Kristilegra demókrata í utanríkismálum var viðstaddur lokaðan þingfund þar sem greint var frá þessum upplýsingum og þar sem hann er bundinn þagnarskyldu má hann ekki sjálfur greina frá því sem þar var sagt, en hann hefur hvatt kanslarann til að gera upplýsingarnar opinberar.

Nú hef ég enga hugmynd um hversu áreiðanlegur fjölmiðill Asia Times er, en mér sýnist greinin ekki vera þess eðlis að afgreiða megi hana sem eitthvað bull. Við skulum sjá til hvort aðrir fjölmiðlar fjalli um málið á næstu dögum.

Nokkrar tilvitnanir:

"Expurgated portions of Iraq's December 7 report to the UN Security Council show that German firms made up the bulk of suppliers for Iraq's weapons of mass destruction programs. What's galling is that German Chancellor Gerhard Schroeder and his minions have long known the facts, German intelligence services know them and have loads of information on what Saddam Hussein is hiding, and Schroeder nonetheless plays holier than thou to an easily manipulated, pacifist-inclined domestic audience."

...

"In 1991, Iraq fired dozens of Scud missiles at Israel and threatened to arm the missiles with poison-gas and biological warheads. Most of the contents of those warheads were made in Germany or made with the aid of German engineers and technology. In light of German history, can Herr Schroeder countenance the possibility of a future poison gas attack on Israel (or anyone else) facilitated by German know-how? Schroeder may not want to go to war. So be it. But he should regard it as his most solemn obligation to do his absolute damnedest to make sure that in the future "good Germans" don't once again stand there and say: "We didn't know.""

...

"Over the years, well over half of the precursor materials and a majority of the tools and know-how for their conversion into weapons were sold to Iraq by German firms - both prior to and after the 1991 Gulf War."

...

"In February 2001, the BND [þýska leyniþjónustan] compiled a further report and intelligence chief August Hanning told Spiegel magazine that, "Since the end of the UN inspections [December 1998], we have determined a jump in procurement efforts by Iraq," adding that Saddam was rebuilding destroyed weapons facilities "partly based on the German industrial standard"".

...

"In April 2001, Hanning told the Welt am Sonntag newspaper that Iraq was developing a new class of chemical weapons, reiterated his alert on Iraq's missile and nuclear programs, and said that several German companies had continued to deliver to Baghdad components needed for the production of poison gas.
"

Kannski var vænissýkin í mér ekkert svo vænisjúk?
Sniðugir linkar

Fékk skemmtilegan tölvupóst áðan með nokkrum sniðugum linkum í boði Backwash.com. Ég er hreint ekki búinn að vera nógu duglegur að skrifa sjálfur á síðuna, en það er gott til þess að vita að þau eru enn í rífandi stemmingu á Backwash.

[1] Skemmtileg upptalning á fimmtán mikilvægustu og fimmtán heimskulegustu augnablikum ársins 2002 þegar kemur að veraldarvefnum - Shift.com.

The "Nice try but no cigar" award for 2002 goes to British Telecommunications plc, who start the year off by claiming they own the patent on hyperlinking. ISPs should pay them licensing fees for using links, says BT. Yeah, right. Needless to say, they're laughed out of court.

[2] Celeb-blogg. Neil Gaiman og William Shatner eru báðir með bloggsíður, sem gaman er að lesa - sérstaklega Shatner síðan, þótt ég sé ekki mikill ST, eða Shatner maður.

[3] Tech-support sögur. Frásagnir þeirra sem vinna hjá tækni- og ISP-fyrirtækjum við að hjálpa viðskiptavinum sínum í gegnum síma. Sumt fólk á ekki að fá að snerta neinn þann hlut sem gengur fyrir rafmagni.

[4] Gore-isms. Stuðningsmenn George W. Bush eru komnir með upp í kok á öllu vonda fólkinu sem gerir grín að því þegar hann stígur upp í sjálfan sig. Þeir hafa safnað saman svipuðum málvillum sem Al Gore, fyrrverandi verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fara í gegnum árin.

"Quite frankly, teachers are the only profession that teach our children."

og

"Democrats understand the importance of bondage between a mother and child."

[5] Að lokum, fáránlegar viðvaranir á vörupakkningum alls staðar að úr heiminum.

Warning on fireplace log:
Caution -- Risk of Fire.

On a string of Chinese made Christmas lights:
For indoor or outdoor use only.

On Sainsbury's peanuts:
Warning: Contains nuts.

Gaman að þessu neti.

Thursday, February 06, 2003

Frakkar að skipta um skoðun?

Á mbl.is er frétt um að utanríkisráðherra Frakklands hafi sagt að tími Íraka sé senn á þrotum. Er þetta til merkis um að Frakkar muni hoppa á síðustu stundu um borð í stríðsfleytuna, burtséð frá fyrri yfirlýsingum um rómaða ást Frakka á friði og stöðugleika?

Á mánudag birtist grein í International Herald Tribune þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort slík umskipti væru ekki á leiðinni hjá Frökkum, sérstaklega eftir kosningaósigra Schröders um daginn. Nú þegar Schröder stendur með brækurnar á hælunum og með fáa kosti aðra í stöðunni en afsögn, gæti það þjónað frönskum hagsmunum best að dömpa Schröder og spyrja Bandaríkjamenn hvort þeir vilji vera memm.

Þá birtist á telegraph.co.uk grein um utanríkisstefnu Frakka, þar sem lesendur eru minntir á að hlusta minna á það sem Frakkar segja, en fylgjast betur með því sem þeir gera. Meðan yfirlýsingar frá Frakklandi eru enn á þá leið að forðast eigi stríðsátök í lengstu lög, stíma frönsk herskip inn Miðjarðarhafið á leiðinni í Persaflóa.

Frakkar, sem gert hafa múltímilljóna olíusamninga við Saddam, eru farnir að gera sér grein fyrir því að stríð verður ekki umflúið og því þurfa þeir að komast inn í stríðsklíkuna til að eiga séns á bita af olíubökunni eftir stríð. Það er hins vegar spurning hvort þeir séu ekki búnir að pirra ráðamenn í Washington það mikið að þeim verði hreinlega ekki leyft að taka þátt í stríðinu.

Þrátt fyrir að stríðið snúist auðvitað að hluta til um olíuna - enda nauðsynlegt fyrir iðnað vesturlanda, sem og almennt þjóðlíf þeirra, að hafa traustan aðgang að olíu, sem ekki er undir stjórn óútreiknanlegra einræðisherra - þá vona ég að Bandaríkin og Bretland sjái skynsemina í því að láta Írökum sjálfum það eftir að ráða því hvaða fyrirtæki fái vinnsluréttindi í landinu. Aðalatriðið varðandi olíuna er að koma henni í ábyrgar hendur - hvort það eru frönsk, bresk eða bandarísk fyrirtæki sem fá að dreifa henni skiptir ekki öllu máli.

Bara að taka það fram að ég tel olíuna ekki aðalástæðuna fyrir því að rétt sé að ráðast inn í Írak - langt því frá. En það væri barnalegt að halda því fram að hún spili ekki inn í ákvarðanatökur í Washington og London. En það er rétt að minna á að það þýðir ekki að farið sé í stríð til að svala græðgi sígarpúandi olíubaróna, heldur er, eins og áður segir, grundvallaratriði fyrir iðnaðarhagkerfi vesturlanda að hafa traustan og tryggan aðgang að olíu.
Fréttablogg

Áhugaverð grein um notagildi bloggsins þegar kemur að fréttaflutningi af málum þar sem nýjar upplýsingar berast ört, eins og Kólumbíuslysinu um helgina:

"...the Landing Journal helped Florida Today get "the news out fast and (provide) readers an easy way to see the latest news without having to comb through long articles and figure out what's been added since they last read it. [...] Next time a really big news story breaks in your news organization's back yard, create a temporary weblog."
---

Þá bætti ég við tengli í tenglasafnið hér til vinstri á bráðnauðsynlega síðu, en á henni eru taldar upp helstu rökvillur sem fólk á það til að beita fyrir sig í rökræðum. Það er gott að hafa svona lista við hendina þegar maður er að rökræða, bæði til að hanka andstæðinginn og til að passa upp á að maður sjálfur gerist ekki sekur um notkun þeirra.

UPPDEIT: Önnur grein um notagildi bloggsins í fréttaflutningi.
Spike spilar í hljónst

Ja hérna, James Marsters - sá sem leikur Spike í Buffy-þáttunum - er söngvari hljómsveitar sem heitir Ghost of the Robot. Hann spilar líka á gítar. Út er kominn geisladiskurinn "Mad Brilliant" með bandinu, sem ég veit annars ekkert meira um. Ætli Jimmy syngi með breskum hreim?
Helv. Haloscan

Svo virðist sem einhver komment hafi horfið í dag af kommentakerfinu. Vildi bara taka það fram að um slys er að ræða, en ekki það að ég hafi eytt kommentum.

Wednesday, February 05, 2003

Taðskegglingurinn ég

Var að enda við að raka af mér skeggið, þannig að núna líkist ég eilítið betur myndinni sem hangir uppi á deigluvefnum - fyrir utan laupshárgreiðsluna sem ég er með á myndinni. Skeggleysið verður samt væntanlega skammvinnt - það er of kalt í veðri til að vera skegglaus.
Svona á að gagnrýna stríðið

Þetta er besti texti sem ég hef lesið þar sem hugsanlegt stríði gegn Írak er mótmælt, þótt greininni sé beint til þeirra sem andvígir eru stríðinu en ekki þeirra sem eru því fylgjandi. Frábært dæmi um hvernig á að einbeita sér að aðalatriðunum, en ekki láta mótmælin snúast um Mumia Abu-Jamal, eða ómerkilegar persónuárásir á Bush (hann er ógisslega heimskur) eða Blair (púðluhundurinn hans Bush). Ég deili hins vegar ekki áhyggjunum sem höfundurinn lætur í ljósi í lokaorðum greinarinnar, en það er bara minn karaktergalli.

Tuesday, February 04, 2003

Mafían hristir sig

Samkvæmt þessari frétt er hugsanlegt að ítalska Mafían láti til sín taka á næstu misserum, jafnvel með ofbeldi. Mafíubossarnir ætla samt að byrja á því að mótmæla með friðsamlegum hætti því að ítölsk yfirvöld hafi ekki staðið við samninga sem gerðir voru við þá fyrir nokkrum árum. Athyglisvert að rekast á frétt um ítölsku mafíuna á japanskri fréttasíðu.

MEIRA: Önnur frétt um ítölsku mafíuna.
Tjáningarfrelsi í Frakklandi

Í fyrra birti franska tímaritið Lyon Mag, viðtal við matargagnrýnanda. Sá hinn sami sagði Beaujolais vín "léttgerjaðan og áfengan ávaxtasafa" og "skítavín". Franski víniðnaðurinn tók þessum ummælum skiljanlega illa, fór í mál við manninn og tímaritið - og vann! Undirréttur í Frakklandi úrskurðaði sem svo að með því að líkja Beaujolais-vínum við saur hafi gagnrýnandinn François Mauss og blaðamaðurinn sem tók viðtalið við hann farið út fyrir mörk þess sem störf þeirra leyfa. Sektin, sem hljóðar upp á 250.000 evrur, er svo há að hún gæti orðið til þess að loka verði tímaritinu. Málinu hefur verið áfrýjað.
Instalawyer

Blogg fyrir þá sem hafa áhuga á lögfræði, bandarískri lagapólitík og Family Guy (tékkið á nafninu á lögfræðingnum).
Venesúela

Bróðir minn var eitt ár skiptinemi í Caracas og því reynir maður að fylgjast með því sem gerist þar. Nú veit ég ekki hvort sagðar hafa verið fréttir af þessu hér á landi, eða hvort þær verða yfirhöfuð sagðar, en þessi venesúelski bloggari heldur því fram að safnað hafi verið saman 4.4 milljónum nafna í undirskriftasöfnun í Venesúela fyrir því að kosningar verði haldnar sem fyrst. BBC hefur greint frá söfnuninni, en getur ekki staðfest fullyrðingar aðstandenda söfnunarinnar að rúmlega fjórar milljónir hafi skrifað undir.

Hvort sem undirskriftirnar eru fjórar milljónir, tvær eða ein þá sýnir þetta samt sem áður svart á hvítu (bókstaflega) að andstæðingar forsetans eru ekki fámenn valda- og peningaklíka eins og Chavez og fylgismenn hans hafa haldið fram.
Þagðir í hel

Melkorka Óskarsdóttir skrifar pistil á Pólitík.is í dag þar sem hún gagnrýnir afbragðsgóðan fund sem haldinn var á vegum Vöku og fjallaði um kynþáttafordóma. Framsögumenn voru þau Hlynur Freyr Vigfússon, frá Félagi íslenskra þjóðernissinna, Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar og Þórlindur Kjartansson, ritstjóri vefritsins www.deiglan.com og fyrrv. formaður Vöku.

Í pistlinum segir Melkorka m.a.: "Þetta var hreinlega kjánalegt. Þarna var haldinn fundur sem átti að heita lýðræðislegur en það sem augljóslega var aðalnúmer fundarins voru menn sem halda uppi öfgafullum og andlýðræðislegum skoðunum."

Nú er ég ekki alveg að skilja - getur fundurinn ekki talist lýðræðislegur ef meðal framsögumanna eru menn sem aðhyllast ógeðfelldar skoðanir? Er það ekki beinlínis til merkis um virðingu fyrir lýðræðinu að slíkur fundur er haldinn? Væri það í raun ekki hræsni af félagi, sem kennir sig við lýðræðið, að neita að fjalla um ákveðnar stefnur eða skoðanir vegna þess að umræddar stefnur og skoðanir eru meirihlutanum ekki þóknanlegar?

Melkorka heldur áfram: "Hvers vegna var þessi fundur haldinn? Hvers vegna er Félagi íslenskra þjóðernissinna teflt fram sem lýðræðislegum flokki sem eigi erindi í málefnalegar umræður um innflytjendamál?"

Þótt flokkurinn haldi fram öfgakenndum, og ógeðfelldum skoðunum, sem fæstir Íslendingar (vonandi) aðhyllast þýðir það ekki að ekki eigi að ræða hugmyndir þeirra opinberlega. Ef málflutningi þjóðernissinna er ekki svarað á opinberum vettvangi þá er þeim afhent frumkvæðið í umræðunni og munu ráða því hvernig hún mótast. Fullyrðingar eins og þær að innflytjendur hafi af Íslendingum vinnu, að innflytjendur vinni ekkert heldur séu bara á féló og fleiri slíkar geta hljómað sennilega í eyrum einhverra þeirra er á þær hlíða. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með því sem þjóðernissinnarnir segja og hrekja rök þeirra jafnóðum og þau eru sett fram.

Það að hundsa rasistana og koma í veg fyrir að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri gerir engum gott nema rasistunum sjálfum. Það væri mikill happafengur fyrir þá gætu þeir haldið því með réttu fram að þeim væri meinað að koma skoðunum sínum á framfæri, því í eyrum sumra er það sönnun fyrir því að umræddar skoðanir eigi við rök að styðjast. Leyfum þeim að öskra sinn hatursáróður af hæstu húsþökum og svörum þeim aftur fullum hálsi. Það er rétta leiðin til að vinna á fordómunum. Hatur verður ekki þagað í hel.

Monday, February 03, 2003

Online bækur um geymskutlurnar

Snillingurinn hún móðir mín benti mér á þessa síðu, en um er að ræða heimasíðu bókaforlagsins National Academies Press, sem sérhæfir sig í útgáfu kennslu- og fræðibóka. Þeir NAP-menn bjóða ekki aðeins bækur til sölu heldur bjóða þeir einnig upp á ókeypis lestur nokkurra bóka á netinu. Tvær þeirra koma Kólumbíuslysinu, og geimferðaáætlun Bandaríkjanna sérstaklega við. Ég hef, eins og gefur að skilja, ekki haft tíma til að lesa bækurnar og veit því ekki hvort eitthvað sé í þær varið, en þetta er a.m.k. skemmtilegt framtak.

[+] Upgrading the Space Shuttle
[+] Protecting the Space Shuttle from Meteoroids and Orbital Debris
Samtök gegn súrmeti

Rakst á þessa snilld á batman.is og skráði mig samstundis. Það var eðlilegt að fólk át súrmat þegar sýra var eina almennilega geymsluaðferðin sem þekktist á Íslandi og var flestum aðgengileg (salt var of dýrt fyrir almúgann), en það að halda áfram áti á þessum viðbjóði nú þegar ferskmeti stendur öllum til boða er óskiljanlegt. Svo segir mér hugur um að hefði venjulegum Íslendingi á sautjándu öld verið gefið tækifæri til að éta ferskt ket á hverjum degi hefði viðkomandi ekki hikað við að fleygja öllum hrútspungum á fjóshauginn. Súrmatur er ekki hundum bjóðandi eins og Stöð 2 sýndi með eftirminnilegum hætti á dögunum.

Skráið ykkur í Samtök gegn súrmeti.
CSI: Bara gisk?

Áhugaverður póstur um réttarvísindi alls konar, með sérstaka áherslu á aðferðir bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, við samanburð á byssukúlum. Sérfræðingar FBI hafa lengi haldið því fram að allar kúlur sem steyptar eru á sama tíma séu efnafræðilega eins og því megi tengja saman tvö eða fleiri aðskilin mál með því að bera saman byssukúlurnar sem skotið hefur verið í hverju þeirra.

Samkvæmt póstinum, og þessari grein (nauðsynlegt að skrá sig, en skráning er ókeypis og einföld), er ekkert í byssukúlukenningu FBI spunnið, því kúlur sem gerðar eru úr sama blýklumpinum geta verið mismunandi að gerð efnafræðilega og kúlur sem gerðar eru með margra ára millibili geta verið nákvæmlega eins.
Hvað er í gangi?

Það er ekki oft sem maður er sammála því sem dálkahöfundar The Guardian - jötuns bresks sósíalisma - skrifa, en þessi pistill eftir Julie Burchill er afskaplega góð lesning. Þar tekur hún á nokkrum helstu rökum þeirra sem eru á móti stríði við Írak, eins og ásökunum um að stríðið snúist eingöngu um olíu.

Þá skrifar David Aaronovitch í The Observer um ástæður þess af hverju hann telur nauðsynlegt að stríð verði háð við Írak. Bendir hann á að það að halda að sér höndum við aðstæður eins og þær við búum við nú geti verið alveg jafn slæmt og gagnrýnivert og að hefja ónauðsynleg stríð. Bosnía og Rúanda ættu að hafa kennt fólki að stundum er stríð skárri kostur af tveimur slæmum.

Tveir afbragðsgóðir pistlar, skrifaðir af breskum vinstrimönnum í tvo af hornsteinum breskrar vinstrisinnaðrar blaðamennsku, The Guardian og The Observer - hvað er að gerast?
Kólumbía og forsíðufréttir

Þessi gaur hefur safnað saman myndum af forsíðum bandarískra dagblaða sem út komu um helgina. Athyglisvert að sjá mismunandi útgáfur af sömu fréttinni, og einnig að sjá hvað forsíður sumra blaðanna eru nauðalíkar hver annarri.
Tilvitnun dagsins

A gourmet is a glutton in a tux.
Er hann skyggn, helvískur?

Þess var ekki langt að bíða að spádómar Eiríks Grænlandsfara um viðbrögð við Kólumbíuslysinu rættust. Í síðasta pósti sagði Eiríkur: "En svo koma upp Kolbrúnur og Steingrímar J. þessa heims og setja spurningamerki við mannaðar geimferðir, vilja hætta þeim, fólk dó, hræðilegt." Múrinn lét ekki lengi bíða eftir sér, en í dag birtist greinin "Samúðarkveðjur til Sýningarstjóra" eftir Steinþór Harðarson.

Sunday, February 02, 2003

Don Ólafsson

Tók fólk eftir því að þegar fjallað var um kaup Jóns Ólafssonar á Stöð 2 í heimildaþættinum "Tuttugasta öldin" sem sýndur var í kvöld þá var lagið úr "The Godfather" leikið? Þau tíðkast lúmsku skotin hjá honum Hannesi.

[+] Hérna má finna Godfather-lagið ásamt fleiri lögum úr þríleiknum.
Bill Mauldin

Teiknimyndasöguhöfundurinn Bill Mauldin, sem varð frægur fyrir teikningar sem hann gerði meðan hann barðist í bandaríska hernum í Evrópu í seinna stríði og birstust í tímaritinu Stars and Stripes, lést miðvikudaginn 22. janúar síðastliðinn. Mauldin, sem fékk Pulitzer verðlaunin fyrir teikningarnar, sem einkenndust af kolsvörtum húmor og hæfilegu virðingarleysi gagnvart yfirmönnum. Sjálfur Patton á t.d. að hafa húðskammað Mauldin fyrir að draga úr baráttuþreki hermannanna með verkum sínum.

[+] Frétt af andláti Mauldins í Stars and Stripes.
[+] Haugur af teiknimyndum eftir Mauldin.
[+] Frásögn Mauldins af fundi þeirra Pattons.
Af hverju innrás í Írak?

Pravda er með áhugaverða kenningu um ástæður Bandaríkjamanna til að ráðast inn í Írak. Samkvæmt henni er Bush stjórnin ekki að leitast eftir yfirráðum yfir Íröskum olíulindum heldur vill hún koma í veg fyrir að Írakar nái að vinna mikilvægar upplýsingar úr fljúgandi diski sem á að hafa hrapað í landinu fyrir nokkrum árum. Þá er þeirri spurningu varpað fram hvort eitthvert samkrull sé milli Íraksstjórnar og undarlegra vera utan úr geimnum.

Af hverju er Mogginn ekki búinn að segja frá þessu?
Ekki bara Kommarnir

Það eru ekki bara öfgamenn til vinstri sem sýna vítaverða hegðun í tengslum við hugsanlegt stríð við Írak og ástandið í Mið-Austurlöndum almennt. Í þessari frétt úr The Washington Post er sagt frá ráðstefnu á vegum Conservative Political Action Conference þar sem hægt var að kaupa ósmekkleg spjöld og stuðaralímmiða með skilaboðum eins og "No Muslims - No Terrorism" (fólk ekki alveg með N-Írland og Baskaland á hreinu), og "Islam" þar sem s-inu var skipt út fyrir hakakross.

Saturday, February 01, 2003

Geimnördar gráta

Slæmar fréttir fyrir alla þá sem hafa áhuga á geimferðum:

"The American space agency Nasa says it has lost contact with the space shuttle Columbia about 15 minutes before it was due to land at the Kennedy space centre. [...]Television pictures showed a vapour trail from the craft as it flew over Dallas. It then appeared to disintegrate into several separate vapour trails, and witnesses in the area said they heard loud noises."

Hljómar ekki vel.