Thursday, March 20, 2003

Hlutleysi Íslands

Ég hef heyrt andstæðinga stríðsins við Írak og þá sem eru andsnúnir afstöðu íslenskra stjórnvalda til þessa stríðs tala um að ríkisstjórnin hafi gerst sek um landráð, og hafa þessir sömu aðilar vísað til ákvæða í stjórnarskrá og almennum hegningarlögum þessum fullyrðingum til stuðnings. Byggist þessi afstaða á þeim skilningi þeirra að íslensk stjórnvöld geti með engu móti vikið frá fullkomnu hlutleysi Íslands þegar kemur að vopnuðum átökum.

Hvergi í stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé hlutlaust ríki. Ísland er ekki hlutlaust ríki og hefur ekki verið hlutlaust frá árinu 1949 þegar við gengum í varnarbandalagið NATO, sem er hernaðarbandalag. Ísland hefur áður lýst yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir í útlöndum, síðast þegar NATO réðst gegn Serbíu árið 1999 og þá viðraði enginn maður þá fyrrtu hugmynd að með þeim stuðningi hefðu íslensk stjórnvöld gerst sek um landráð.

Í almennum hegningarlögum, nánar tiltekið í kaflanum um landráð, má finna nokkur ákvæði sem þetta fólk hefur veifað máli sínu til stuðnings.

92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.


Ef horft er á þessa grein án samhengis við aðrar greinar hegningarlaganna mætti draga þá ályktun að íslenska ríkið sé fullkomlega hlutlaust og hver sá sem stofni þessu hlutleysi í hættu sé þar með landráðamaður. Aðrar greinar sama kafla gera hins vegar ráð fyrir því að ísland geti átt í vopnuðum átökum við önnur ríki og geti átt bandamenn í slíkum átökum (greinar 87., 89. og 90). Í raun er 92. gr. hegningarlaga eina ákvæðið - að því er ég kemst næst - í íslenskum lögum sem tekur á hlutleysi Íslands. Hvergi er að finna lagaákvæði sem segir "Ísland er og á að vera hlutlaust". Þegar það er skoðað í ljósi þess að í hegningarlögunum er gert ráð fyrir því að Ísland geti átt í vopnuðum átökum við önnur ríki og þá staðreynd að við erum í hernaðarbandalagi við önnur ríki er ekki hægt að draga þá ályktun að með stuðningsyfirlýsingunni hafi íslensk stjórnvöld gerst sek um landráð.

Önnur lagagrein sem vísað hefur verið til í landráðamálflutningnum fjallar m.a. um smánun á fánum erlendra ríkja:

95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]
[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.]


Hefur þetta fólk haldið því fram að með því að styðja innrásina í Írak hafi íslensk stjórnvöld smánað með opinberlegum hætti fána Sameinuðu þjóðanna. Þessi pæling er svo langt úti í móa að það er nánast hlægilegt að svara henni, en þar sem ég er gamansamur maður ætla ég samt að gera það. Nú er það svo að það er almenn regla í refsirétti að öll refsiákvæði eigi að skýra þröngt - að ekki eigi aðrar athafnir við ákvæðin nema þau eigi nákvæmlega við lýsinguna í ákvæðinu. Með öðrum orðum má ekki refsa fyrir brot gegn fyrstu málsgreininni nema viðkomandi hafi tekið fána SÞ, kastað vatni á hann, brennt hann eða annað slíkt. Sömu rök eiga við um aðrar málsgreinar ákvæðisins.

Þá verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með framkomu íslenskra "friðarsinna" í þessari viku. Einn slíkur réðst með miklu offorsi gegn tveimur strákgreyjum sem báru skilti til stuðnings innrásar í Írak (að því er mér skilst "upp á grínið"), lamdi þá báða í höfuðið, annan með barefli, og lét höggin meir að segja dynja á hundi nokkrum sem ekkert hafði til sakar unnið. Þá þykir mér það miður að mótmælendurnir í dag hafi ekki séð sér fært að láta skoðanir sínar í ljósi án þess að fremja skemmdarverk á einu elsta húsi borgarinnar. Mér þykir þetta fólk sýna skoðunum annarra og stofnunum lýðræðisins afar litla virðingu, þrátt fyrir fullyrðingar um annað.

Wednesday, March 19, 2003

Strategic Forecasting Alert

Er áskrifandi að reglulegu fréttabréfi Stratfor, þar sem fjallað er um allskyns alþjóðleg málefni. Fékk þetta í póstkassan rétt áðan.

"Stratfor War Alert

At 1808 GMT (1:08 p.m. EST, 9:08 p.m. Baghdad) B-52 bombers were reported taking off from RAF Fairford in the United Kingdom. Flying time to Iraq is about six hours. Earlier today, they were reportedly loaded with cruise missiles. The British press has also reported that skirmishing has commenced between Iraqi troops and U.S. and British special operations forces near Basra. Coalition aircraft also have attacked 10 Iraqi artillery pieces in the southern no-fly zone, and Israelis have been ordered to open and fit their gas masks, keeping them nearby at all times.

War has not yet commenced, but this is a war alert. More information will be forthcoming as it is available."


Lítur út fyrir að stríðið skelli á í nótt, um leið og frestur Saddams til að hverfa á braut rennur út.

Tuesday, March 18, 2003

Ævar gerir allt vitlaust

Ævar vinur er farinn að blogga. Ævar er einhver pólitískasti maður sem ég þekki. Hans útgáfa af frjálshyggju er svo öfgakennd að hann lætur stuttbuxnaherdeildina líta út eins og afdankaða kommúnista. Hann aðhyllist ekki kenningar um þrískiptingu ríkisvaldsins, heldur telur hann að dómsvaldið sé best geymt í höndum einkaaðila. Hann vill fækka þingmönnum í tíu og ráðherrum í einn. Hann vill leggja embætti forseta af og láta þennan eina ráðherra jafnframt gegna embætti þjóðhöfðingja. Hann er athyglisverður gutti og skrifar skemmtilega pósta á bloggið sitt.
Músahreinsun og heimasíður fyrir html fatlað fólk

Ég fæ reglulega fréttabréf frá Bravenet - Webmaster Tips and Tricks - sem er oftast fullt af gagnlitlum upplýsingum, en öðru hverju leynast þar hlutir sem geta komið sér vel að vita. Í nýjasta fréttabréfinu er farið yfir það hvernig hreinsa eigi tölvumýs sem farnar eru að sýna merki um parkinsonveiki. Ég geri nú ráð fyrir því að flestir þeir sem rekast hér inn viti þetta fyrir, en ég ætla samt að láta "tipsið" fylgja með.

"If you have noticed that your mouse is acting a bit strange lately, try cleaning it, before you throw it away for a new one.

There are several methods and tools available to clean the basic mouse, but we find that the easiest is always the best. You will need the cap from a disposable pen. You can employ pretty much anything small and plastic with a small edge with do.

The first step in the cleaning process is to get the mouse ball out. Turn the mouse over and you will see a small plastic ring that holds the mouse ball in place. This ring can be turned to be removed and the mouse ball can then be removed from the mouse itself. Once the ball is out, clean it gently with a cloth that is slightly damp. There is no need to go to the trouble of using soap and water.

The next thing that needs attention is inside the mouse itself. Look into the hole that the mouse ball was sitting in. You will notice three rollers around the edge of the hole. All three of these rollers will need to be cleaned. Again, this process is rather simple, requiring only the use of the cap from a disposable pen. These rollers are made of plastic, which is the reason for recommending the plastic disposable pen cap to clean. There is less chance of your damaging the rollers during the process.

You will notice that each of the rollers appears to have fine threads of dust and dirt wrapped around them. Take the cap and gently scrape all those little threads of dust and such off the rollers until none of it remains.

That is all that is required to clean your mouse. Now you can put the mouse ball back in, and secure the mouse ball holder ring to the bottom of the mouse. The pads on the bottom of the mouse can be cleaned at this point as well if necessary. Your mouse should now be acting like new again. "

---

Í fréttabréfinu var einnig auglýsing frá Basictemplates, sem selur tilbúin templeit fyrir heimasíður. Hægt er að gerast áskrifandi að síðunni, eða kaupa einstök templeit fyrir fimm dollara stykkið. Tilvalið fyrir þá sem ekki nenna að læra að html-a sjálfir.

Thursday, March 06, 2003

Óskarinn, bloggfokk og annað lítilvægara

Nú á ég bara eftir að sjá tvær af aðalmyndunum sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna - The Hours og Adaptation. Ég á reyndar eftir að sjá The Pianist, en þar sem ég hef lesið misgóða dóma um hana, og líkurnar á því að Roman "svaf hjá þrettán ára stelpu og flúði land" Polanski fái óskarsverðlaun eru frekar litlar eins og stendur, legg ég ekkert ofurkapp á að sjá hana. LOTR er snilld, Gangs of New York er góð, fyrir utan ástarsöguna og karakterinn hans DiCaprios (Leo sjálfur er fínn, karakterinn hans býður bara ekki upp á mikið), About Schmidt er mjög góð sömuleiðis. Ég á í rauninni erfitt með að gera upp við mig hvort Daniel Day-Lewis eða Jack Nicholson eigi að fá Óskarinn fyrir besta aðalhlutverkið. Þeir eru báðir afar góðir í hlutverkum sínum, en ef snúið væri upp á þumlana á mér og ég krafinn um ákvörðun myndi ég líklega færa Lewis styttuna.

Ég veit ekki hvað veldur, en í neðri glugganum á blogger uppfærslusíðunni sjást ekki lengur íslenskir stafir heldur bara kassar og önnur annarleg merki. Er einhver annar sem á við þetta vandamál að etja, eða hefur tölvan mín bara ákveðið að hefja persónulegt stríð gegn íslensku ritmáli? Það væri svo sem ekki í fyrsta skipti - fyrir nokkrum mánuðum týndi ég öllu sem ég hafði skrifað á tölvuna undanfarin þrjú ár eða svo. Verkefnin tvö sem ég vann með Margréti, allar lögfræðiglósurnar, smásögur (sem reyndar áttu þessi örlög alveg skilin - leirburður dauðans) - allt horfið! Sem betur fer gerðist þetta áður en ég hóf vinnu á ritgerðinni, það hefði verið frekar súrt að tapa henni núna.

Monday, March 03, 2003

Fríið búið

Ég er búinn að vera alveg óendanlega latur við uppfærslur á þessari síðu, en ætla að reyna að bæta úr núna.